Greiða allan hagnaðinn út til hluthafa 5. september 2007 00:01 Sævar Helgason og annað starfsfólk íslenskra verðbréfa fagna 20 ára afmæli félagsins um þessar mundir MYND/Kristinn Gunnarsson Tuttugu ár eru liðin síðan Íslensk verðbréf hf. var stofnað á Akureyri. Stofnendur voru meðal annars Kaupþing og Akureyrarbær og kallaðist fyrirtækið upphaflega Kaupþing Norðurlands. Þekktir bankamenn komu að uppbyggingu fyrirtækisins á fyrstu tíu árunum; þeirra á meðal voru Bjarni Ármannsson, Pétur Blöndal, Sigurður Einarsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Árið 1999 urðu breytingar á eigendahópi félagsins þegar Sparisjóður Norðlendinga og fleiri sparisjóðir eignuðust meirihluta í félaginu og var tengslunum við Kaupþing þá slitið. Sævar Helgason var ráðinn framkvæmdastjóri og nafni félagsins breytt í Íslensk verðbréf í kjölfarið. Um aldamótin var jafnframt mörkuð sú stefna að félagið yrði fyrst og fremst sérhæft fjármálafyrirtæki á sviði eignastýringar. Sævar segir félagið ekki fjárfesta í einstökum verðbréfum fyrir eigin reikning og því þurfi viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af hagsmunaárekstrum. „Viðskiptavinir meta það mikils að við fjárfestum ekki fyrir eigin reikning og gætum fyllsta hlutleysis í hvívetna. Með öðrum orðum geta þeir verið fullvissir um að félagið hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi.“Stuttar boðleiðirStærstu viðskiptavinir ÍV eru fagfjárfestar á borð við lífeyrissjóði, fjármálastofnanir, sveitarfélög og stærri fyrirtæki. Einnig er mikill fjöldi einstaklinga í viðskiptum við félagið. „Við stefnum á að eignir í stýringu fari yfir 100 milljarða króna á árinu en þær stóðu í 93 milljörðum í lok júlí,“ segir Sævar.Rekstur Íslenskra verðbréfa hefur gengið vel á síðustu árum og fyrirtækið vaxið hratt. Það var rekið með ríflega 190 milljóna króna hagnaði eftir skatt á fyrstu sex mánuðum ársins og Sævar vonast til að hagnaður ársins verði um 350 milljónir króna. Hann segir að árangur ÍV sé svipaður og á síðasta ári, sem var algert metár.„Reynslan hefur sýnt að það er greinilega pláss fyrir okkur á þessum markaði, vöxtur eigna í stýringu og mikil fjölgun viðskiptavina sýna eindregið fram á það. Við höfum lagt gríðarlega áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og ávöxtun á fjármunum viðskiptavina því öðruvísi lifum við ekki. Kannanir sem við höfum látið gera meðal fagfjárfesta sýna eindregið að þeir eru mjög ánægðir með þjónustuna. Við leggjum á það áherslu að svara erindum hratt, enda eru boðleiðir stuttar hjá fyrirtækinu. Þeir sem hafa komið með fjármuni til okkar hafa undantekningarlítið aukið við þá eftir því sem á hefur liðið.“Ríflegar arðgreiðslurÍV hefur haft þá stefnu undanfarin ár að greiða allan hagnað til hluthafa og allur hagnaður síðasta árs, um 400 milljónir króna, var greiddur út til eigenda. Sævar segir að fyrir vikið sé efnahagsreikningur félagsins léttur. Í lok sex mánaða uppgjörs voru eignir 1.250 milljónir, sem eru að stærstum hluta óuppgerð viðskipti frá deginum áður, og eigið fé stóð í 435 milljónum. „Rauneignir eru nánast engar að undanskilinni fasteigninni sem fyrirtækið er til húsa í og svo bindum við það eigið fé sem byggst upp yfir árið í okkar verðbréfasjóðum, sömu sjóðum og kúnnarnir okkar fjárfesta meðal annars í.“Sævar kannast ekki við að annað íslenskt fjármálafyrirtæki vinni eftir sama módeli, að greiða hagnaðinn út og stunda ekki viðskipti fyrir eigin reikning. „Við teljum að til langframa sé betra fyrir félagið að byggja sig þannig upp en að vera í stöðutökum þó það hefði sennilega gefið betur undanfarin ár,“ segir hann og brosir út í annað.Hugsanlegar breytingar á eigendahópnumNítján starfsmenn starfa hjá Íslenskum verðbréfum og hefur stór hluti þeirra starfað lengi hjá félaginu, þar á meðal einn frá upphafi. Sævar segir að félaginu hafi haldist vel á starfsfólki og það sé án efa ein ástæðan fyrir góðum árangri félagsins. „Mannauðurinn er mikilvægasta eign félagsins.“ Spurður um framtíðina segist Sævar vera bjartsýnn. „Við eigum mikla möguleika á frekari vexti á sviði eignastýringar og reynum einnig að vera mjög duglegir í því að koma með nýjar vörur. Við erum í samstarfi við nánast alla stærstu lífeyrissjóði landsins og erum því með púlsinn á því eftir hverju þeir eru að leita.“ ÍV er einnig í góðu samstarfi við erlenda banka og eignastýringarfyrirtæki til þess að stýra erlendum eignum viðskiptavinanna, enda er það ekki sérgrein félagsins að stýra erlendum verðbréfum að sögn Sævars.Þrettán hluthafar eru í eigendahópi Íslenskra verðbréfa, þar af átta sparisjóðir. Sparisjóður Norðlendinga fer með fjórðungshlut, Lífeyrissjóður Norðurlands á fimmtán prósent en stærsti hluthafinn er Íslensk eignastýring, sem er í eigu Sævars og Ásgeirs Ásgeirssonar, með 35 prósent. „Virk viðskipti eru ekki til staðar með hlutabréf í félaginu þar sem félagið er ekki skráð á opinberan verðbréfamarkað en margir aðilar hafa sýnt áhuga á því að koma að félaginu með einum eða öðrum hætti,“ segir Sævar. Það staðfesti starfsmenn í trúnni að félagið sé á réttri leið. Sævar segir að breytingar geti orðið á eigendahópnum ef viðræður milli Sparisjóðs Norðlendinga og Byrs sparisjóðs leiði til samruna sparisjóðanna. Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin síðan Íslensk verðbréf hf. var stofnað á Akureyri. Stofnendur voru meðal annars Kaupþing og Akureyrarbær og kallaðist fyrirtækið upphaflega Kaupþing Norðurlands. Þekktir bankamenn komu að uppbyggingu fyrirtækisins á fyrstu tíu árunum; þeirra á meðal voru Bjarni Ármannsson, Pétur Blöndal, Sigurður Einarsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Árið 1999 urðu breytingar á eigendahópi félagsins þegar Sparisjóður Norðlendinga og fleiri sparisjóðir eignuðust meirihluta í félaginu og var tengslunum við Kaupþing þá slitið. Sævar Helgason var ráðinn framkvæmdastjóri og nafni félagsins breytt í Íslensk verðbréf í kjölfarið. Um aldamótin var jafnframt mörkuð sú stefna að félagið yrði fyrst og fremst sérhæft fjármálafyrirtæki á sviði eignastýringar. Sævar segir félagið ekki fjárfesta í einstökum verðbréfum fyrir eigin reikning og því þurfi viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af hagsmunaárekstrum. „Viðskiptavinir meta það mikils að við fjárfestum ekki fyrir eigin reikning og gætum fyllsta hlutleysis í hvívetna. Með öðrum orðum geta þeir verið fullvissir um að félagið hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi.“Stuttar boðleiðirStærstu viðskiptavinir ÍV eru fagfjárfestar á borð við lífeyrissjóði, fjármálastofnanir, sveitarfélög og stærri fyrirtæki. Einnig er mikill fjöldi einstaklinga í viðskiptum við félagið. „Við stefnum á að eignir í stýringu fari yfir 100 milljarða króna á árinu en þær stóðu í 93 milljörðum í lok júlí,“ segir Sævar.Rekstur Íslenskra verðbréfa hefur gengið vel á síðustu árum og fyrirtækið vaxið hratt. Það var rekið með ríflega 190 milljóna króna hagnaði eftir skatt á fyrstu sex mánuðum ársins og Sævar vonast til að hagnaður ársins verði um 350 milljónir króna. Hann segir að árangur ÍV sé svipaður og á síðasta ári, sem var algert metár.„Reynslan hefur sýnt að það er greinilega pláss fyrir okkur á þessum markaði, vöxtur eigna í stýringu og mikil fjölgun viðskiptavina sýna eindregið fram á það. Við höfum lagt gríðarlega áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og ávöxtun á fjármunum viðskiptavina því öðruvísi lifum við ekki. Kannanir sem við höfum látið gera meðal fagfjárfesta sýna eindregið að þeir eru mjög ánægðir með þjónustuna. Við leggjum á það áherslu að svara erindum hratt, enda eru boðleiðir stuttar hjá fyrirtækinu. Þeir sem hafa komið með fjármuni til okkar hafa undantekningarlítið aukið við þá eftir því sem á hefur liðið.“Ríflegar arðgreiðslurÍV hefur haft þá stefnu undanfarin ár að greiða allan hagnað til hluthafa og allur hagnaður síðasta árs, um 400 milljónir króna, var greiddur út til eigenda. Sævar segir að fyrir vikið sé efnahagsreikningur félagsins léttur. Í lok sex mánaða uppgjörs voru eignir 1.250 milljónir, sem eru að stærstum hluta óuppgerð viðskipti frá deginum áður, og eigið fé stóð í 435 milljónum. „Rauneignir eru nánast engar að undanskilinni fasteigninni sem fyrirtækið er til húsa í og svo bindum við það eigið fé sem byggst upp yfir árið í okkar verðbréfasjóðum, sömu sjóðum og kúnnarnir okkar fjárfesta meðal annars í.“Sævar kannast ekki við að annað íslenskt fjármálafyrirtæki vinni eftir sama módeli, að greiða hagnaðinn út og stunda ekki viðskipti fyrir eigin reikning. „Við teljum að til langframa sé betra fyrir félagið að byggja sig þannig upp en að vera í stöðutökum þó það hefði sennilega gefið betur undanfarin ár,“ segir hann og brosir út í annað.Hugsanlegar breytingar á eigendahópnumNítján starfsmenn starfa hjá Íslenskum verðbréfum og hefur stór hluti þeirra starfað lengi hjá félaginu, þar á meðal einn frá upphafi. Sævar segir að félaginu hafi haldist vel á starfsfólki og það sé án efa ein ástæðan fyrir góðum árangri félagsins. „Mannauðurinn er mikilvægasta eign félagsins.“ Spurður um framtíðina segist Sævar vera bjartsýnn. „Við eigum mikla möguleika á frekari vexti á sviði eignastýringar og reynum einnig að vera mjög duglegir í því að koma með nýjar vörur. Við erum í samstarfi við nánast alla stærstu lífeyrissjóði landsins og erum því með púlsinn á því eftir hverju þeir eru að leita.“ ÍV er einnig í góðu samstarfi við erlenda banka og eignastýringarfyrirtæki til þess að stýra erlendum eignum viðskiptavinanna, enda er það ekki sérgrein félagsins að stýra erlendum verðbréfum að sögn Sævars.Þrettán hluthafar eru í eigendahópi Íslenskra verðbréfa, þar af átta sparisjóðir. Sparisjóður Norðlendinga fer með fjórðungshlut, Lífeyrissjóður Norðurlands á fimmtán prósent en stærsti hluthafinn er Íslensk eignastýring, sem er í eigu Sævars og Ásgeirs Ásgeirssonar, með 35 prósent. „Virk viðskipti eru ekki til staðar með hlutabréf í félaginu þar sem félagið er ekki skráð á opinberan verðbréfamarkað en margir aðilar hafa sýnt áhuga á því að koma að félaginu með einum eða öðrum hætti,“ segir Sævar. Það staðfesti starfsmenn í trúnni að félagið sé á réttri leið. Sævar segir að breytingar geti orðið á eigendahópnum ef viðræður milli Sparisjóðs Norðlendinga og Byrs sparisjóðs leiði til samruna sparisjóðanna.
Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira