Peningaskápurinn … 20. september 2007 00:01 Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira