Hugmyndir mikilvægasta framleiðsluvara Vesturlanda Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2007 03:30 Ekki svo skapandi eftir allt saman Fredrik var fljótur að jarða hugmyndir þeirra áheyrenda sem töldu sig búa yfir skapandi huga í upphafi fyrirlestursins. "Þið eruð allt annað en skapandi,“ sagði Fredrik. Markaðurinn/Hörður „Hversu margir hérna inni myndu telja það mikilvægan eiginleika að vera skapandi?“ spurði nýsköpunarsérfræðingurinn Fredrik Hären, sem staddur var hér nýverið í boði Nýherja, í upphafi fyrirlestrar síns. Langflestir réttu upp hönd. Þá bað hann viðstadda að rétta upp hönd ef þeir teldu sjálfa sig vera skapandi. Það gerði meira en helmingur hópsins. „Hvergi hef ég séð eins marga segjast vera skapandi eins og hér á Íslandi!“ sagði Fredrik hissa. „En ég get fullvissað ykkur um að þið eruð það ekki,“ bætti hann svo við. Ýmsum varð nokkuð við þá fullyrðingu hans. En það verður að segjast að honum tókst nokkuð vel við að rökstyðja hana. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá með framíköllum tíu fullyrðingar sem væri ómögulegt að uppfylla. „Að ganga á vatni“, „að sprengja upp sólina“, „að ferðast um tíma“ og „að fljúga“ voru á meðal þeirra tillagna sem bárust. Þær tillögur, sem sannanlega eru dæmi um það sem mönnum er ekki fært að gera hjálparlaust, notaði Fredrik við rökstuðninginn. Hann setti á glæru þar sem sex af tíu atriðum voru nákvæmlega þau sömu og Íslendingarnir skapandi í salnum höfðu nefnt. „Þið hefðuð getað sagt hvað sem er. En þið völduð að segja það sama og langflestir aðrir gera þegar þeir fá þessa spurningu.“ Hugmyndir aldrei mikilvægariFredrik Hären er sérfræðingur í nýsköpun fyrirtækja.Fredrik var valinn fyrirlesari ársins í Svíþjóð í fyrra og frumkvöðull ársins árið 2003. Hann hefur skrifað tvær bækur um hugmyndaauðgi sem gefnar hafa verið út á sex tungumálum. Um þessar mundir býr hann í Peking þar sem hann leggur stund á að kenna Kínverjum hvernig þeir geta verið meira skapandi. „Það er Vesturlöndum mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að vera skapandi,“ fullyrðir Fredrik. Upplýsingar og þekking séu sífellt að verða bæði ódýrari og aðgengilegri. Ekkert lát verði á þeirri þróun. Menntuðu fólki í Kína, Indlandi og í öðrum vanþróaðri löndum fjölgi svo ört að engin leið sé fyrir vestræn samfélög að keppa við þau í sköpun þekkingar og upplýsinga. Í þessu umhverfi ættu möguleikarnir til að fæða af sér nýjar hugmyndir að vera fleiri. En til þess að fá ferskar hugmyndir þarf ímyndunarafl, því þær eru drifkraftur nýsköpunar. „Margt af því sem eitt sinn tilheyrði vísindaskáldsögum er til í dag. Sími í úrinu eins og James Bond notaði, vélmenni sem hreinsa húsið meðan íbúarnir eru fjarri, háhýsi sem eru tugir hæða. Allt þetta taldi fólk að væri ómögulegt að yrði nokkurn tímann að veruleika. En þetta var mögulegt. Það sýnir hversu niðurnjörvaðar hugmyndir fólks eru og ímyndunaraflið lítið.“ Sköpunargleðin markvisst drepinEn er þetta eitthvert vandamál? Fredrik er hræddur um það. Hann segir að hugmyndasprenging sé að verða í heiminum og hann sé alls ekki undir það búinn. Og þá síst hinn vestræni heimur. „Kannanir sýna að 98 prósent fólks í vestrænum þjóðfélögum telja mikilvægt að vera skapandi á meðan einungis 45 prósent telja sig vera það. Tvö prósent fyrirtækja hins vegar kenna sínu fólki að vera skapandi. Hvernig stendur á því að eitthvað sem er svona óskaplega mikilvægt geti verið svona vanrækt?“ spyr hann. Hann segir íbúa Vesturlanda hætta að láta sig dreyma. „Við höfum tapað draumum okkar hér í vestræna heiminum. Fólkið sem dreymir stærstu draumana er ekki lengur hér.“ Hann nefnir dæmi um að fimmtíu ár séu síðan hæsta hús heims hafi verið að finna í Evrópu. Það sé í Asíu sem öll gerjun eigi sér stað. Hann segir að í vestræna heiminum tröllríði sú hugsun öllu að við „séum búin“. Við séum hætt að þróa nýjar leiðir en leggjum meiri áherslu á að varðveita það sem við höfum. Virði sköpunargleðinnar hefur greinilega aukist. Vandamálið er, að mati Fredriks, að vestræn samfélög drepa sköpunargleði markvisst. „Skólinn drepur sköpunargleði okkar sem barna. Við höfum verið heilaþvegin frá æsku. Ekki hugsa – leggðu á minnið hefur alltaf verið viðkvæðið,“ segir hann. Nú sé tími til kominn að breyta þessu og fara að keppa í sköpunargleði. „Að fá hugmynd og selja hana á alþjóðlegum vettvangi hefur aldrei verið eins auðvelt og nú. Þetta er frábær tími til að vera skapandi!“ Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
„Hversu margir hérna inni myndu telja það mikilvægan eiginleika að vera skapandi?“ spurði nýsköpunarsérfræðingurinn Fredrik Hären, sem staddur var hér nýverið í boði Nýherja, í upphafi fyrirlestrar síns. Langflestir réttu upp hönd. Þá bað hann viðstadda að rétta upp hönd ef þeir teldu sjálfa sig vera skapandi. Það gerði meira en helmingur hópsins. „Hvergi hef ég séð eins marga segjast vera skapandi eins og hér á Íslandi!“ sagði Fredrik hissa. „En ég get fullvissað ykkur um að þið eruð það ekki,“ bætti hann svo við. Ýmsum varð nokkuð við þá fullyrðingu hans. En það verður að segjast að honum tókst nokkuð vel við að rökstyðja hana. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá með framíköllum tíu fullyrðingar sem væri ómögulegt að uppfylla. „Að ganga á vatni“, „að sprengja upp sólina“, „að ferðast um tíma“ og „að fljúga“ voru á meðal þeirra tillagna sem bárust. Þær tillögur, sem sannanlega eru dæmi um það sem mönnum er ekki fært að gera hjálparlaust, notaði Fredrik við rökstuðninginn. Hann setti á glæru þar sem sex af tíu atriðum voru nákvæmlega þau sömu og Íslendingarnir skapandi í salnum höfðu nefnt. „Þið hefðuð getað sagt hvað sem er. En þið völduð að segja það sama og langflestir aðrir gera þegar þeir fá þessa spurningu.“ Hugmyndir aldrei mikilvægariFredrik Hären er sérfræðingur í nýsköpun fyrirtækja.Fredrik var valinn fyrirlesari ársins í Svíþjóð í fyrra og frumkvöðull ársins árið 2003. Hann hefur skrifað tvær bækur um hugmyndaauðgi sem gefnar hafa verið út á sex tungumálum. Um þessar mundir býr hann í Peking þar sem hann leggur stund á að kenna Kínverjum hvernig þeir geta verið meira skapandi. „Það er Vesturlöndum mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að vera skapandi,“ fullyrðir Fredrik. Upplýsingar og þekking séu sífellt að verða bæði ódýrari og aðgengilegri. Ekkert lát verði á þeirri þróun. Menntuðu fólki í Kína, Indlandi og í öðrum vanþróaðri löndum fjölgi svo ört að engin leið sé fyrir vestræn samfélög að keppa við þau í sköpun þekkingar og upplýsinga. Í þessu umhverfi ættu möguleikarnir til að fæða af sér nýjar hugmyndir að vera fleiri. En til þess að fá ferskar hugmyndir þarf ímyndunarafl, því þær eru drifkraftur nýsköpunar. „Margt af því sem eitt sinn tilheyrði vísindaskáldsögum er til í dag. Sími í úrinu eins og James Bond notaði, vélmenni sem hreinsa húsið meðan íbúarnir eru fjarri, háhýsi sem eru tugir hæða. Allt þetta taldi fólk að væri ómögulegt að yrði nokkurn tímann að veruleika. En þetta var mögulegt. Það sýnir hversu niðurnjörvaðar hugmyndir fólks eru og ímyndunaraflið lítið.“ Sköpunargleðin markvisst drepinEn er þetta eitthvert vandamál? Fredrik er hræddur um það. Hann segir að hugmyndasprenging sé að verða í heiminum og hann sé alls ekki undir það búinn. Og þá síst hinn vestræni heimur. „Kannanir sýna að 98 prósent fólks í vestrænum þjóðfélögum telja mikilvægt að vera skapandi á meðan einungis 45 prósent telja sig vera það. Tvö prósent fyrirtækja hins vegar kenna sínu fólki að vera skapandi. Hvernig stendur á því að eitthvað sem er svona óskaplega mikilvægt geti verið svona vanrækt?“ spyr hann. Hann segir íbúa Vesturlanda hætta að láta sig dreyma. „Við höfum tapað draumum okkar hér í vestræna heiminum. Fólkið sem dreymir stærstu draumana er ekki lengur hér.“ Hann nefnir dæmi um að fimmtíu ár séu síðan hæsta hús heims hafi verið að finna í Evrópu. Það sé í Asíu sem öll gerjun eigi sér stað. Hann segir að í vestræna heiminum tröllríði sú hugsun öllu að við „séum búin“. Við séum hætt að þróa nýjar leiðir en leggjum meiri áherslu á að varðveita það sem við höfum. Virði sköpunargleðinnar hefur greinilega aukist. Vandamálið er, að mati Fredriks, að vestræn samfélög drepa sköpunargleði markvisst. „Skólinn drepur sköpunargleði okkar sem barna. Við höfum verið heilaþvegin frá æsku. Ekki hugsa – leggðu á minnið hefur alltaf verið viðkvæðið,“ segir hann. Nú sé tími til kominn að breyta þessu og fara að keppa í sköpunargleði. „Að fá hugmynd og selja hana á alþjóðlegum vettvangi hefur aldrei verið eins auðvelt og nú. Þetta er frábær tími til að vera skapandi!“
Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira