Dansar hipphopp í Belfast 16. október 2007 16:25 Margar frístundir Höllu fara í að æfa hipphopprútínur. Markaðurinn/Völundur Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs Markaðir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira
Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs
Markaðir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira