Teymi horfir til heimamarkaðar 16. október 2007 16:26 Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis, og Árni Pétur Jónsson forstjóri fara yfir stöðuna eftir fyrirtækjakaup og breytingar í síðustu viku. Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi." Markaðir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi."
Markaðir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira