Engin kreppa á toppnum Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2007 00:01 Sölumenn B&L spá því að BMW X6 verði næsta uppáhald íslenskra bílaunnenda. Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum. Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum.
Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira