Ógild sameining Björgvin Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2007 00:01 Umræðan Samruni REI og GGE Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fundurinn sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við eins dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni. Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Umræðan Samruni REI og GGE Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fundurinn sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við eins dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni. Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar