Stormur í vatnsglasi 21. nóvember 2007 00:01 Lokað fyrir almenning? Auðmannaklúbburinn Everlands hefur áhuga á að kaupa laxveiðiár á Íslandi til einkaafnota fyrir meðlimi sína. „Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs Héðan og þaðan Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins. Meðaljónar fá ekki inngöngu í Everlands enda er meðlimagjaldið um sextíu milljónir króna. Klúbburinn hefur að markmiði að kaupa upp náttúruperlur um allan heim. Á heimasíðu hans er Ísland nefnt sem framtíðarskotmark. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa lýst yfir áhyggjum af áætlunum klúbbsins. „Eins og jarðaverð hefur verið að þróast á Íslandi held ég að enginn bíði í röðum til að ná heilli á á Íslandi,“ segir Gísli. „Pínulitlir jarðarskikar eru að seljast á hundrað milljónir sem gefa nokkur hundruð þúsund krónur á ári. Kaupendurnir yrðu að kaupa upp mikinn meirihluta landeignanna við árnar. Til þess þarf að punga út hundruðum milljóna, jafnvel milljarði króna. Ég sé enga yfirvofandi hættu á að það verði.“ Gísli telur að í stað þess að hafa áhyggjur ættu Íslendingar að gleðjast yfir áhuga auðmannanna. Sérstaklega í ljósi þess að áhugi útlendinga á laxveiði á Íslandi hafi dregist saman. „Það er gott að Ísland sé inni á kortinu hvað varðar veiði á alþjóðamarkaði. Við erum að keppa við mjög margar freistingar í veiðibransanum víða um heim.“ - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira