Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 5. janúar 2007 13:23 Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira