Verðbólgan mælist 6,9 prósent 12. janúar 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.Bent er á á vef Hagstofunnar að vetrarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 12,1 prósent milli mánaða (vísitöluáhrif -0,58%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,0 prósent (0,27%) og verð á nýjum bílum um 2,3 prósent (0,15%). Þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent (0,14%).Verðbólga mælist sem fyrr segir 6,9 prósent án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,1 prósenta verðbólgu á áriGreiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.Greiningardeild Glitnis spáði því undir lok síðustu viku að vísitala neysluverðs héldist óbreytt á milli desember og janúar og gerði ráð fyrir því að verðbólga færi úr 7,0 prósentum niður í 6,6 prósent. Greiningardeildin sagði gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu nokkra í mánuðinum en bætti því við að lækkanir á ýmsum sviðum taki heildarhækkunina niður. Þá gerði deildin ráð fyrir því að matvöruverð hækkaði í mánuðinum vegna hækkunar hjá birgjum og launahækkana í verslun. Deildin spáði því ennfremur að verðbólgan muni lækka hratt á árinu og verða 2,3 prósent á ársgrundvelli yfir árið í heild.Verðbólguspá Glitnis Í verðbólguspá greiningardeildar Kaupþing í byrjun árs var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 prósent á milli mánaða í janúar og muni 12 mánaða verðbólga fara við það niður í 6,7 prósent. Í Verðbólguspá deildarinnar frá miðjum október í fyrra var bent á að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og muni það skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Skatta- og tollalækkanir muni koma inn í vísitölumælingar í mars og apríl og muni verðbólga því lækka mjög skart í kjölfar þess, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Þá spáði deildin því að 12 mánaða verðbólgan yfir árið í heild verði um 3,5 prósent.Verðbólguspá Kaupþings Greiningardeild Landsbankans áréttaði fyrri verðbólguspá sína í Vegvísinum í gær. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun vísitölu neysluverð sem geri það að verkum að verðbólga lækkar úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent. Greiningardeildin sagði erfiðast að spá fyrir um breytingar á matvöruverði enda óvíst hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin hafi lekið út í smásöluverð í þessum mánuði. Vegna þessa megi því búast við áframhaldandi lækkun á matvöruverði í næsta mánuði. Deildin spáir því að verðbólga fari skarpt niður í mars vegna skattalækkana og geti hún haldið áfram niður á við í apríl.Verðbólguspá Landsbankans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.Bent er á á vef Hagstofunnar að vetrarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 12,1 prósent milli mánaða (vísitöluáhrif -0,58%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,0 prósent (0,27%) og verð á nýjum bílum um 2,3 prósent (0,15%). Þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent (0,14%).Verðbólga mælist sem fyrr segir 6,9 prósent án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,1 prósenta verðbólgu á áriGreiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.Greiningardeild Glitnis spáði því undir lok síðustu viku að vísitala neysluverðs héldist óbreytt á milli desember og janúar og gerði ráð fyrir því að verðbólga færi úr 7,0 prósentum niður í 6,6 prósent. Greiningardeildin sagði gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu nokkra í mánuðinum en bætti því við að lækkanir á ýmsum sviðum taki heildarhækkunina niður. Þá gerði deildin ráð fyrir því að matvöruverð hækkaði í mánuðinum vegna hækkunar hjá birgjum og launahækkana í verslun. Deildin spáði því ennfremur að verðbólgan muni lækka hratt á árinu og verða 2,3 prósent á ársgrundvelli yfir árið í heild.Verðbólguspá Glitnis Í verðbólguspá greiningardeildar Kaupþing í byrjun árs var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 prósent á milli mánaða í janúar og muni 12 mánaða verðbólga fara við það niður í 6,7 prósent. Í Verðbólguspá deildarinnar frá miðjum október í fyrra var bent á að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og muni það skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Skatta- og tollalækkanir muni koma inn í vísitölumælingar í mars og apríl og muni verðbólga því lækka mjög skart í kjölfar þess, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Þá spáði deildin því að 12 mánaða verðbólgan yfir árið í heild verði um 3,5 prósent.Verðbólguspá Kaupþings Greiningardeild Landsbankans áréttaði fyrri verðbólguspá sína í Vegvísinum í gær. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun vísitölu neysluverð sem geri það að verkum að verðbólga lækkar úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent. Greiningardeildin sagði erfiðast að spá fyrir um breytingar á matvöruverði enda óvíst hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin hafi lekið út í smásöluverð í þessum mánuði. Vegna þessa megi því búast við áframhaldandi lækkun á matvöruverði í næsta mánuði. Deildin spáir því að verðbólga fari skarpt niður í mars vegna skattalækkana og geti hún haldið áfram niður á við í apríl.Verðbólguspá Landsbankans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira