Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi 19. janúar 2007 14:48 Bubbi spáir flugeldasýningu á Sýn annað kvöld, þar sem hann og Ómar Ragnarsson munu m.a. lýsa bardaga Ricky Hatton og Juan Urango mynd/gva Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi. Box Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Sjá meira
Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi.
Box Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Sjá meira