LatCharter Airlines dótturfélag Loftleiða Icelandic hefur gert samning við ríkisflugfélagið Air Malta á Möltu um leigu á einni Airbus A320 þotu frá LatCharter til tveggja ára. Verðmæti samningsins nemur einum milljarði króna.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að þotan, sem áður var í rekstri hjá Air Canada, verður sú þriðja sem bætist við flota LatCharter á þessu ári. Fimm þotur verða þar með í rekstri hjá LatCharter Airlines. LatCharter tekur þoturnar á leigu frá bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu KJ Aviation.
Loftleiðir, sem er eitt dótturfélaga Icelandair Group, eignuðust LatCharter Airlines um mitt síðasta ár. Félagið hafði þá tvær Airbus þotur í rekstri en flotinn hefur vaxið um 150 prósent með þessum samningnum nú. Gert er ráð fyrir að floti félagsins vaxi enn frekar á næstunni, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
LatCharter Airlines leigir Airbusþotu til Möltu
Mest lesið


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent