Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu 8. febrúar 2007 17:09 Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi. Maðurinn hafði komið að starfsmanni OR, sem var kona, í sameignarhluta hússins þar sem konan hafði lokað fyrir rafmagn til þess hluta hússins sem maðurinn starfaði í vegna ætlaðra vangoldinna reikninga þrátt fyrir að fyrir lægi að maðurinn hefði greitt fyrir rafmagnsnotkun í húshlutanum fram yfir umræddan tíma. Féllst konan á að koma með manninum inn á skrifstofu hans í húsinu en hann vildi að hún yrði á staðnum þar til skýringar hefðu fengist hjá Orkuveitunni á lokunaraðgerðinni, og síðar, eftir að hringt var á lögreglu, þar til hún væri komin á staðinn. Í dómnum var litið til þess að konan hefði sjálfviljug farið með mannum inn á skrifstofu hans. Þá var talið ósannað að konan hefði leitað útgöngu úr húsnæðinu meðan á þessu stóð og þar með að ákærði hefði hindrað slíkar fyrirætlanir með valdi. Enn fremur var litið til þess hversu stuttan tíma atburðirnir stóðu yfir og í ljósi alls þessa var ekki fallist á að maðurinn hefði svipt konuna frelsi sínu. Var hann því sýknaður og skaðabótakröfu vísað frá dómi.Einn dómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði sératkvæði og taldi manninn hafa svipt konuna frelsi sínu og því bæri að sakfella hann og staðfesta úrskurð héraðsdóms. Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi. Maðurinn hafði komið að starfsmanni OR, sem var kona, í sameignarhluta hússins þar sem konan hafði lokað fyrir rafmagn til þess hluta hússins sem maðurinn starfaði í vegna ætlaðra vangoldinna reikninga þrátt fyrir að fyrir lægi að maðurinn hefði greitt fyrir rafmagnsnotkun í húshlutanum fram yfir umræddan tíma. Féllst konan á að koma með manninum inn á skrifstofu hans í húsinu en hann vildi að hún yrði á staðnum þar til skýringar hefðu fengist hjá Orkuveitunni á lokunaraðgerðinni, og síðar, eftir að hringt var á lögreglu, þar til hún væri komin á staðinn. Í dómnum var litið til þess að konan hefði sjálfviljug farið með mannum inn á skrifstofu hans. Þá var talið ósannað að konan hefði leitað útgöngu úr húsnæðinu meðan á þessu stóð og þar með að ákærði hefði hindrað slíkar fyrirætlanir með valdi. Enn fremur var litið til þess hversu stuttan tíma atburðirnir stóðu yfir og í ljósi alls þessa var ekki fallist á að maðurinn hefði svipt konuna frelsi sínu. Var hann því sýknaður og skaðabótakröfu vísað frá dómi.Einn dómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði sératkvæði og taldi manninn hafa svipt konuna frelsi sínu og því bæri að sakfella hann og staðfesta úrskurð héraðsdóms.
Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira