NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld 20. febrúar 2007 17:11 Steve Nash ætlar að láta reyna á axlarmeiðslin gegn Clippers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira