Ögrar ímyndunaraflinu 26. febrúar 2007 15:49 Sverrir Norland situr ekki auðum höndum og birtir daglega nýtt ljóð á heimasíðu sinni. Sverrir Norland er tvítugur nemi við Háskóla Íslands og FÍH og situr jafnframt í ritstjórn vefsíðunnar dindill.is. Sverrir hlýtur að vera upptekinn ungur maður því ásamt þessu heldur hann úti vefsíðunni http://www.nyttljodahverjumdegi2007.blogspot.com/ Þar birtist daglega nýtt ljóð, ýmist bundið eða óhefðbundið, og mun svo verða áfram út árið. Sverrir segist vona að ljóðin tali bara sínu máli. Segir þau fjalla um allan fjandann, geta verið örstutt eða heilir bálkar, jafnvel dægurlög; sum fjalla um eitthvað merkilegt, önnur ekki. Annars finnst honum hæpið að segja til um hvað sé merkilegt og hvað ekki. "Meginkjarninn er sá að ljóðlist virðist vera eitthvað svo hátíðleg á Íslandi um þessar mundir, kvæði oft ótrúlega knöpp, köld, fjarlæg, minímalísk. Það er eins og hvert orð sé rifið beint úr hjarta skáldsins og tægjunum slett á blað. Og þá er ekki skrítið að ljóð verði stutt og kuldaleg". Pælingin á bak við síðuna er sú að ögra ímyndunaraflinu Sverrir segist ekki sætta sig við hugmyndaleysi. Finnst ímyndunaraflið eitthvert hið stórfenglegasta fyrirbæri í heimi, finnst að fólk ætti sífellt að vinna að því að halda því við og útvíkka það. En þetta er ekki allt því Sverrir gaf einnig út ljóðabók nú um jólin, Hún heitir Suss! Andagyðjan sefur og hefur hugsanlega að geyma eilítið fínslípaðri skrif vill hann meina. Sú bók er til í helstu bókabúðum Máls og menningar, Smekkleysu og Hljómalind, auk þess sem hann selur hana sjálfur, áhugasamir geta haft samband við Sverri á póstfangið: snorland@gmail.com, en hann segir bókina hræódýra, og kosta álíka mikið og skyndibita. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sverrir Norland er tvítugur nemi við Háskóla Íslands og FÍH og situr jafnframt í ritstjórn vefsíðunnar dindill.is. Sverrir hlýtur að vera upptekinn ungur maður því ásamt þessu heldur hann úti vefsíðunni http://www.nyttljodahverjumdegi2007.blogspot.com/ Þar birtist daglega nýtt ljóð, ýmist bundið eða óhefðbundið, og mun svo verða áfram út árið. Sverrir segist vona að ljóðin tali bara sínu máli. Segir þau fjalla um allan fjandann, geta verið örstutt eða heilir bálkar, jafnvel dægurlög; sum fjalla um eitthvað merkilegt, önnur ekki. Annars finnst honum hæpið að segja til um hvað sé merkilegt og hvað ekki. "Meginkjarninn er sá að ljóðlist virðist vera eitthvað svo hátíðleg á Íslandi um þessar mundir, kvæði oft ótrúlega knöpp, köld, fjarlæg, minímalísk. Það er eins og hvert orð sé rifið beint úr hjarta skáldsins og tægjunum slett á blað. Og þá er ekki skrítið að ljóð verði stutt og kuldaleg". Pælingin á bak við síðuna er sú að ögra ímyndunaraflinu Sverrir segist ekki sætta sig við hugmyndaleysi. Finnst ímyndunaraflið eitthvert hið stórfenglegasta fyrirbæri í heimi, finnst að fólk ætti sífellt að vinna að því að halda því við og útvíkka það. En þetta er ekki allt því Sverrir gaf einnig út ljóðabók nú um jólin, Hún heitir Suss! Andagyðjan sefur og hefur hugsanlega að geyma eilítið fínslípaðri skrif vill hann meina. Sú bók er til í helstu bókabúðum Máls og menningar, Smekkleysu og Hljómalind, auk þess sem hann selur hana sjálfur, áhugasamir geta haft samband við Sverri á póstfangið: snorland@gmail.com, en hann segir bókina hræódýra, og kosta álíka mikið og skyndibita.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira