Versta tap í sögu LA Lakers á heimavelli 12. mars 2007 11:41 Frá leik Dallas og Lakers í nótt. MYND/Getty Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960. Lakers skoraði aðeins 11 stig gegn 31 frá Dallas í 2. leikhluta og segja má að úrslit leiksins hafi ráðist þá. Varnarleikur liðsins var feykiöflugur og átti Lakers engin svör. Lakers hefur nú tapað sex leikjum í röð. Sigurganga Dallas er sú 8. lengsta frá upphafi og hefur liðið nú jafnað sigurgöngu Phoenix frá því fyrr í vetur. "Það er engin afsökun fyrir okkar spilamennsku í dag. Við vorum einfaldlega lélegir," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. Josh Howard var öflugur í liði Dallas og skoraði 24 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19 stig. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers. Yao Ming skoraði 37 stig fyrir Houston sem lagði Orlando, 103-92. Grant Hill skoraði 17 stig fyrir Orlando. Udonis Haslem var hetja Miami þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Washington í þann mund sem lokaflautið gjall. Lokatölur urðu 106-104, meisturum Miami í vil, en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Eddia Jones skoraði 18 stig og Gary Payton 17 fyrir Miami. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. Denver lagði Sacramento af velli 113-101. Allen Iverson skoraði 24 stig, gaf sjö stoðsendingar, hirti sex fráköst og stal fjórum boltum af andstæðingum sínum í leiknum. Carmelo Anthony var stigahæstur með 29 stig. Ron Artest spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sacramento eftir að hafa verið í nokkurra leikja banni og skoraði 17 stig. Þá skoraði LeBron James 26 stig þegar Cleveland vann sinn fimmta leik í röð. Í nótt var það Indiana sem lá í valnum, 99-88, og hefur liðið nú tapað níu leikjum í röð. NBA Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960. Lakers skoraði aðeins 11 stig gegn 31 frá Dallas í 2. leikhluta og segja má að úrslit leiksins hafi ráðist þá. Varnarleikur liðsins var feykiöflugur og átti Lakers engin svör. Lakers hefur nú tapað sex leikjum í röð. Sigurganga Dallas er sú 8. lengsta frá upphafi og hefur liðið nú jafnað sigurgöngu Phoenix frá því fyrr í vetur. "Það er engin afsökun fyrir okkar spilamennsku í dag. Við vorum einfaldlega lélegir," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. Josh Howard var öflugur í liði Dallas og skoraði 24 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19 stig. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers. Yao Ming skoraði 37 stig fyrir Houston sem lagði Orlando, 103-92. Grant Hill skoraði 17 stig fyrir Orlando. Udonis Haslem var hetja Miami þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Washington í þann mund sem lokaflautið gjall. Lokatölur urðu 106-104, meisturum Miami í vil, en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Eddia Jones skoraði 18 stig og Gary Payton 17 fyrir Miami. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. Denver lagði Sacramento af velli 113-101. Allen Iverson skoraði 24 stig, gaf sjö stoðsendingar, hirti sex fráköst og stal fjórum boltum af andstæðingum sínum í leiknum. Carmelo Anthony var stigahæstur með 29 stig. Ron Artest spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sacramento eftir að hafa verið í nokkurra leikja banni og skoraði 17 stig. Þá skoraði LeBron James 26 stig þegar Cleveland vann sinn fimmta leik í röð. Í nótt var það Indiana sem lá í valnum, 99-88, og hefur liðið nú tapað níu leikjum í röð.
NBA Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn