Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju 25. mars 2007 18:30 Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins. Samgöngur Stóriðja Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins.
Samgöngur Stóriðja Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira