Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Jónas Haraldsson skrifar 9. apríl 2007 16:27 Geir H. Haarde, formaður sjálfstæðisflokksins. MYND/Heiða Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira