Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur 11. apríl 2007 09:13 Kirk Kerkorian. Mynd/AFP Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. Stjórn og hluthafar DaimlerChrysler segja tilboðið fjarri veruleikanum og eina tilgang þess að valda umróti innan hluthafahópsins. Bandaríska dagblaðið The Detroit Free Press hefur eftir þýskum greinanda að stjórn bílaframleiðandans vilji síst af öllu setjast við samningaborðið með bandaríska auðkýfingnum. Kerkorian keypti hluti í Chrysler á tíunda áratug síðustu aldar og gerði yfirtökutilboð í félagið í kjölfarið. Þegar Daimler-Benz og Chrysler gengu í eina sæng árið 1998 reyndi hann að kæra ferlið á þeim forsendum að það kæmi niður á hagnaði hans af sölu hlutabréfa. Það skilaði engum árangri. Er sagt að yfirtökutilboð hans nú eigi að endurspegla skoðun hans á því að samruninn hafi ekki skilað því sem vænst var til enda hefur Chrysler-hlutinn dregið úr heildarafkomu DaimlerChrysler með viðvarandi hallarekstri, ekki síst í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 1,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmum 100 milljörðum íslenskra króna. Auk Kerkorians hafa nokkur félög sýnt áhuga á kaupum á Chrysler. Þar á meðal kanadíska fyrirtækið Magna International og fjárfestingasjóðirnir Blackstone Group og Cerberus Capital Management. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. Stjórn og hluthafar DaimlerChrysler segja tilboðið fjarri veruleikanum og eina tilgang þess að valda umróti innan hluthafahópsins. Bandaríska dagblaðið The Detroit Free Press hefur eftir þýskum greinanda að stjórn bílaframleiðandans vilji síst af öllu setjast við samningaborðið með bandaríska auðkýfingnum. Kerkorian keypti hluti í Chrysler á tíunda áratug síðustu aldar og gerði yfirtökutilboð í félagið í kjölfarið. Þegar Daimler-Benz og Chrysler gengu í eina sæng árið 1998 reyndi hann að kæra ferlið á þeim forsendum að það kæmi niður á hagnaði hans af sölu hlutabréfa. Það skilaði engum árangri. Er sagt að yfirtökutilboð hans nú eigi að endurspegla skoðun hans á því að samruninn hafi ekki skilað því sem vænst var til enda hefur Chrysler-hlutinn dregið úr heildarafkomu DaimlerChrysler með viðvarandi hallarekstri, ekki síst í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 1,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmum 100 milljörðum íslenskra króna. Auk Kerkorians hafa nokkur félög sýnt áhuga á kaupum á Chrysler. Þar á meðal kanadíska fyrirtækið Magna International og fjárfestingasjóðirnir Blackstone Group og Cerberus Capital Management.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent