Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 5,7 milljörðum króna í janúar á þessu ári samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006 og jókst því um 2,1 milljarð eða 58,8 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.
Aflaverðmæti botnfisks nam 4,6 milljörðum króna, sem er 1,6 milljörðum meira en á sama tíma fyrir ári. Aukningin nemur því 50,9 prósentum á milli ára. Verðmæti þorskafla var 2,4 milljarðar króna og jókst um 34,1 prósent síðan í fyrra. Aflaverðmæti ýsu nam tæpum einum milljarði, sem er 57,4 prósentum meira en í fyrra. Þá nam verðmæti ufsaafla 221 milljón króna, sem er 66,3 prósenta aukning frá síðasta ári.
Verðmæti flatfiskafla dróst á sama tíma saman um 25,4 prósent en aflaverðmætið nam 245 milljónum króna. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 299,4 prósent og nam 866 milljónum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 773 milljónum, að sögn Hagstofunnar.
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu, nam 2,3 milljörðum króna. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam 1,3 milljarði en aflaverðmæti sjófrystingar var 1,2 milljarðar. Þá nam verðmæti afla sem fluttur er út óunninn 693 milljónum króna í janúar.
Hagstofan vekur sérstaka athygli á því að aflaverðmæti í janúar í fyrra var með minna móti miðað við fyrri ár.
Aflaverðmæti skipa nam 5,7 milljörðum í janúar

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent



Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent


Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent