Foreldrar bannaðir í unglingahóp 29. apríl 2007 18:59 Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira