Houston náði forystu á ný gegn Utah 1. maí 2007 03:53 Tracy McGrady var duglegur við að spila félaga sína uppi í nótt NordicPhotos/GettyImages Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira