Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto 9. maí 2007 09:58 Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent