Sannfærandi sigur hjá San Antonio 23. maí 2007 05:20 Bruce Bowen og Tim Duncan ræða hér málin í leiknum í nótt, sem var að heita má eign heimamanna NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira