Reggie rúllað upp 25. maí 2007 15:33 Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu. Í marga mánuði hefur dýrið, sem er án efa vinsælasta skriðdýr borgarinnar, falið sig fyrir ljósmyndurum og aðdáendum. Þeir hafa safnast saman daglega við vatn í garðinum í von um að sjá þennan fræga krókódíl. Talið er nær öruggt að þetta sé krókódíllinn Reggie sem tekist hefur að flýja fangara í um tvö ár. Hann var að sóla sig á girtu svæði þegar hann fannst. Hliðinu var lokað og sérfræðingar snöruðu hann. Sex menn börðust við skepnuna þangað til að þeir gátu lokað skoltinum á honum með límbandi. Reggie var síðan fluttur í dýragarð og fylgdu sjónvarpsþyrlur honum eftir á leið sinni um hraðbrautina á háannatíma. Reggie er ólöglegt gæludýr sem óx svo mikið að eigendur réðu ekkert við hann. Honum var kastað í vatn í garðinum fyrir um tveimur árum. Þegar hann sást svo fyrst í vatninu í ágúst árið 2005 varð hann strax stórstjarna, enda í Hollywood. Nú má búast við því að hann verði settur í sóttkví í 30 - 60 daga. Margar vikur getur tekið að kynna hann fyrir öðrum krókódílum í dýragarðinum. Áður en krókódílafangarinn Steve Irwing dó var hann búinn að bjóðast til að aðstoða við leit og handsömun á Reggie. Heimamenn nefndu dýrið Reggie án þess að vita hvaða kyn hann væri. Hann hefur nú þegar verið innblásturinn af einu lagi og tveimur barnabókum. Einnig hafa verið gerðir óteljandi t-bolir með myndum af Reggie. Vísindi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu. Í marga mánuði hefur dýrið, sem er án efa vinsælasta skriðdýr borgarinnar, falið sig fyrir ljósmyndurum og aðdáendum. Þeir hafa safnast saman daglega við vatn í garðinum í von um að sjá þennan fræga krókódíl. Talið er nær öruggt að þetta sé krókódíllinn Reggie sem tekist hefur að flýja fangara í um tvö ár. Hann var að sóla sig á girtu svæði þegar hann fannst. Hliðinu var lokað og sérfræðingar snöruðu hann. Sex menn börðust við skepnuna þangað til að þeir gátu lokað skoltinum á honum með límbandi. Reggie var síðan fluttur í dýragarð og fylgdu sjónvarpsþyrlur honum eftir á leið sinni um hraðbrautina á háannatíma. Reggie er ólöglegt gæludýr sem óx svo mikið að eigendur réðu ekkert við hann. Honum var kastað í vatn í garðinum fyrir um tveimur árum. Þegar hann sást svo fyrst í vatninu í ágúst árið 2005 varð hann strax stórstjarna, enda í Hollywood. Nú má búast við því að hann verði settur í sóttkví í 30 - 60 daga. Margar vikur getur tekið að kynna hann fyrir öðrum krókódílum í dýragarðinum. Áður en krókódílafangarinn Steve Irwing dó var hann búinn að bjóðast til að aðstoða við leit og handsömun á Reggie. Heimamenn nefndu dýrið Reggie án þess að vita hvaða kyn hann væri. Hann hefur nú þegar verið innblásturinn af einu lagi og tveimur barnabókum. Einnig hafa verið gerðir óteljandi t-bolir með myndum af Reggie.
Vísindi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira