San Antonio með aðra höndina á titlinum 13. júní 2007 05:25 LeBron James og félagar þurfa nú að gera nokkuð sem engu liði í sögu NBA hefur tekist - að koma til baka eftir að lenda undir 3-0 AFP San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum. NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum.
NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23