Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld 23. júní 2007 18:56 Sevilla er talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í kvöld NordicPhotos/GettyImages Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann. Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann.
Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira