Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona 25. júní 2007 16:58 Henry heilsar stuðningsmönnum Barcelona á Nou Camp AFP Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08