Álver fylgi ódýrri orku Guðjón Helgason skrifar 9. júlí 2007 18:45 Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. Þetta segir Alain Belda, forstjóri Alcoa, í viðtali við fréttavef Bloomberg í dag. Fjallað er um mögulega fjandsamlega yfirtöku Alcoa á Alcan. Með samruna myndi Belda ráða yfir tuttugu prósentum af alþjóðlega álmarkaðnum. Fyrirtækið yrði þá í enn sterkari stöðu þegar kæmi að samkeppni um verkefni á Íslandi og annars staðar í heiminum. Alcoa birtir afkomu tölur fyrir fyrri helming ársins við lokun markaða í Bandaríkjunum í kvöld og hefur verð á bréfum hækkað um hálft prósent í dag en góðri afkomu er spáð. Í viðtalinu spáir Belda því að eftirspurn eftir áli eigi enn eftir að aukast og telur því þörf á að byggja minnst áttatíu ný álver á næstu árum. Á fyrstu fjórum árum hafi vantað sextíu og tvö þúsund tonn upp á að framleiðslan svaraði eftirspurn sem þá var um tólf komma tvær milljónir tonna. Belda segir áform uppi hjá álfyrirtækjum um að loka mörgum álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríku en það verði gert vegna hækkandi orkuverðs. Þá verði framleiðslan færð til ríkja á borð við Ísland þar sem ódýra orku sé að fá. Hann segir samkeppni nú mikla um svæði þar sem hægt verði að byggja ný álver. Fyrr á þessu ári hafi Grænlendingar valið að fá Alcoa frekar en Norsk Hydro til að byggja eitt álver og minnst fjórar vatnsaflsvirkjanir eftir harða baráttu fyrirtækjanna í milli. Ýmis áform eru uppi um álver á Íslandi. Stækkunin í Straumsvík er rædd, Kelisnes er í umræðunni, Helguvíkurálver á teikniborðinu og Húsavíkurálver Alcoa í farvatninu. En á meðan eftirspurn eftir áli er rædd meðal stjórnenda mótmæla andstæðingar í Reykjavík næstu daga en halda svo austur á land til að láta í sér heyra. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. Þetta segir Alain Belda, forstjóri Alcoa, í viðtali við fréttavef Bloomberg í dag. Fjallað er um mögulega fjandsamlega yfirtöku Alcoa á Alcan. Með samruna myndi Belda ráða yfir tuttugu prósentum af alþjóðlega álmarkaðnum. Fyrirtækið yrði þá í enn sterkari stöðu þegar kæmi að samkeppni um verkefni á Íslandi og annars staðar í heiminum. Alcoa birtir afkomu tölur fyrir fyrri helming ársins við lokun markaða í Bandaríkjunum í kvöld og hefur verð á bréfum hækkað um hálft prósent í dag en góðri afkomu er spáð. Í viðtalinu spáir Belda því að eftirspurn eftir áli eigi enn eftir að aukast og telur því þörf á að byggja minnst áttatíu ný álver á næstu árum. Á fyrstu fjórum árum hafi vantað sextíu og tvö þúsund tonn upp á að framleiðslan svaraði eftirspurn sem þá var um tólf komma tvær milljónir tonna. Belda segir áform uppi hjá álfyrirtækjum um að loka mörgum álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríku en það verði gert vegna hækkandi orkuverðs. Þá verði framleiðslan færð til ríkja á borð við Ísland þar sem ódýra orku sé að fá. Hann segir samkeppni nú mikla um svæði þar sem hægt verði að byggja ný álver. Fyrr á þessu ári hafi Grænlendingar valið að fá Alcoa frekar en Norsk Hydro til að byggja eitt álver og minnst fjórar vatnsaflsvirkjanir eftir harða baráttu fyrirtækjanna í milli. Ýmis áform eru uppi um álver á Íslandi. Stækkunin í Straumsvík er rædd, Kelisnes er í umræðunni, Helguvíkurálver á teikniborðinu og Húsavíkurálver Alcoa í farvatninu. En á meðan eftirspurn eftir áli er rædd meðal stjórnenda mótmæla andstæðingar í Reykjavík næstu daga en halda svo austur á land til að láta í sér heyra.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira