Skyggnst inn í árdaga alheimsins Oddur S. Báruson skrifar 10. júlí 2007 18:24 MYND/drudgereport Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii . Vísindi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bandarískir stjörnufræðingar segjast hafa fundið fjarlægustu og elstu stjörnuþokur sem þekktar eru. Telja þeir að stjörnuþokur þessar hafi myndast 500 miljón árum eftir Miklahvell, þegar alheimurinn varð til. Elstu áðurþekktu stjörnuþokurnar eru taldar vera 250 miljónum árum yngri. Aldur alheimsins er umdeildur en 13,7 milljarðir ára eru títtnefndir í þeirri umræðu. Ef allt saman reynist rétt mynduðust hinar nýfundnu stjörnuþokur þegar alheimur hafði náð fjórum hundraðshlutum af sínum núverandi aldri. Það var í gegnum Keck II sjónaukann á Hawaii sem stjörnufræðingarnir komu auga á óþekkta ljósglætu, sem þeir segja að komi frá umræddum stjörnuþokum. Vegna hinnar hrikalegu fjarlægðar hefur ljósglætan frá stjörnuþokunum verið ansi lengi á leið sinni til til jarðar. Samkvæmt útreikningum stjörnufræðingateymisins er ljósglætan af meintum stjörnuþokum meira en 13 milljarða ára gömul. Málið er kunngjört ítarlega í tímaritinu The Astrophysical Journal. Þá hefur fulltrúi viðkomandi vísindamanna, Richard Ellis, talað fyrir uppgötvun þeirra á stjörnufræðiþingi í London. Í viðtali við BBC segir hann að vitað hafi verið af þokunum í rúmt ár. Hann segir hóp sinn hafa sannreynt niðurstöður sínar margsinnis. „Við erum viss um að við höfum gert allt sem í mannlegu valdi stendur til sýna fólki að stjörnuþokurnar eru í þeirri fjarlægð sem við teljum" segir Richard. Þess má geta að vegna fjarlægðar stjörnuþokanna og þess tíma sem það hefur tekið ljósið frá þeim að berast til jarðar er ómögulegt að álykta hvað sé orðið af þokunum nú. Einungis er verið að fylgjast með fortíð þeirra á árdögum alheimsins. „Við erum raunverulega að fylgjast með uppruna okkar", segir Richard Ellis og bætir við: „Það mjög spennandi að geta notað þessa tæki til að fylgjast með alheiminum á hans yngri árum." Sumir hafa ályktað að þessi fyrirbæri hafi verið meðal þess sem lýsti upp alheiminn og þannig bundið enda á svokallaðar Myrkraaldir við upphaf hans. Með tilurð þeirra hafi alheimurinn fyrst orðið gegnsær. „Verði ljós", eins og einhver sagði..! Keck stjörnuathugunarstöðin á Hawaii .
Vísindi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira