Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak Guðjón Helgason skrifar 12. júlí 2007 12:33 Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. Bandaríkjastjórn kynnir þingi skýrsluna í dag. Talið er að í skýrslunni verði skýrt frá því að Írakar eigi langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Fulltrúar Bush Bandaríkjaforseta leggja þó áherslu á að þetta sé aðeins bráðabirgðaskýrsla og endanleg skýrsla liggi fyrir í september. Meðal helstu skilyrða sem sett voru af Bandaríkjaþingi sem skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til herliðsins var að stjórnarskrá landsins yrði breytt þannig að tekið yrði á málefnum héraða, félagar í fyrrverandi stjórnarflokk Saddams Hússeins fengu störf, sett yrðu lög um hvernig skipta ætti olíutekjum og skipan í öryggissveitir yrði jöfn milli þjóðarbrota. Talið er að í skýrslunni komi fram að tekist hafi að ná tæpum helmingi markmiðanna og flest lúti þau að skipan og starfsemi öryggissveita. Á móti er talið að skýrslan verði áfellisdómur á störf Nouris al-Malikis, forsætisráðherra, sem hafi samkvæmt henni ekki tekist að sætta ólík sjónarmið mismunandi þjóðarbrota og ekki náð þeim pólitíska árangri sem talin var þörf á. Fyrrverandi Bathistar hafi átt erfitt með að fá störf og það valdi alvarlegum árekstrum, ekki hafi tekist að sættast á hvernig skipta eigi olíugróðanum. Demókratar á Bandaríkjaþingi og margir flokksfélagar Bandaríkjaforseta í Repúblíkanaflokknum eru ósáttir við þróun mála og vilja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak verði tímasett hið fyrsta. Bandaríkjaforseti hefur á móti hótað því að beita neitunarvaldi á hvert það lagafrumvarp sem tímasetji brotthvarf. Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. Bandaríkjastjórn kynnir þingi skýrsluna í dag. Talið er að í skýrslunni verði skýrt frá því að Írakar eigi langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Fulltrúar Bush Bandaríkjaforseta leggja þó áherslu á að þetta sé aðeins bráðabirgðaskýrsla og endanleg skýrsla liggi fyrir í september. Meðal helstu skilyrða sem sett voru af Bandaríkjaþingi sem skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til herliðsins var að stjórnarskrá landsins yrði breytt þannig að tekið yrði á málefnum héraða, félagar í fyrrverandi stjórnarflokk Saddams Hússeins fengu störf, sett yrðu lög um hvernig skipta ætti olíutekjum og skipan í öryggissveitir yrði jöfn milli þjóðarbrota. Talið er að í skýrslunni komi fram að tekist hafi að ná tæpum helmingi markmiðanna og flest lúti þau að skipan og starfsemi öryggissveita. Á móti er talið að skýrslan verði áfellisdómur á störf Nouris al-Malikis, forsætisráðherra, sem hafi samkvæmt henni ekki tekist að sætta ólík sjónarmið mismunandi þjóðarbrota og ekki náð þeim pólitíska árangri sem talin var þörf á. Fyrrverandi Bathistar hafi átt erfitt með að fá störf og það valdi alvarlegum árekstrum, ekki hafi tekist að sættast á hvernig skipta eigi olíugróðanum. Demókratar á Bandaríkjaþingi og margir flokksfélagar Bandaríkjaforseta í Repúblíkanaflokknum eru ósáttir við þróun mála og vilja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak verði tímasett hið fyrsta. Bandaríkjaforseti hefur á móti hótað því að beita neitunarvaldi á hvert það lagafrumvarp sem tímasetji brotthvarf.
Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila