Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku Þórir Guðmundsson skrifar 21. september 2007 20:49 Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann. Pólstjörnumálið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira