LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð 4. október 2007 10:44 Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans. Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent