Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum 17. október 2007 16:15 Bojan heldur hér á verðlaunagripnum sem Spánverjar fengu í Belgíu í sumar. Nordic Photos / AFP Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram. Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram.
Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira