Eiður fékk loksins tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 17:57 Leikmenn Villarreal fagna einu marka sinna í dag Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt. Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15