Skreyta garða fyrir 400 þúsund Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 31. október 2007 13:52 Það getur tekið frá fjórum til tuttugu klukkutímum að skreyta eitt tré. Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur." Jólaskraut Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur."
Jólaskraut Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira