NBA í nótt: Fimm lið með sjö sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 08:58 Dwayne Wade lék með Miami á nýjan leik í nótt en það dugði ekki til sigurs gegn Seattle. Nordic Photos / Getty Images Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111 NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira