Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2007 10:12 Hvelfingin helga. Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum. Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum.
Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila