NBA í nótt: New York hristi af sér slyðruorðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2007 12:09 Leikmenn New York fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92 NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira