NBA í nótt: LeBron með og Cleveland vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2007 09:01 LeBron James skilur hér Troy Murphy eftir í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97 NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira