Fyrsta mark Eiðs Smára í deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 22:47 Eiður Smári smellir kossi á Ronaldinho sem sat á varamannabekk Barcelona í kvöld Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark í 3-0 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári var fremur óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Deco og Ronaldinho voru settir á bekkinn. Hann var fremstur á miðjunni, fyrir framan Toure og Xavi. Fremstur var Samuel Eto’o, Andrés Iniesta hægra megin og Lionel Messi vinstra megin. Eto’o skoraði fyrsta mark leiksins strax á tólftu mínútu eftir hafa leikið illa á varnarmenn Valencia. Börsungar voru með mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að leikmenn liðsins voru búnir að hrista af sér slyðruorðið sem hefur fylgt liðinu á útivelli á tímabilinu. Eto’o bætti við öðru marki á 26. mínútu eftir glæsilegan samleik við Xavi og Messi. Undir lok hálfleiksins þurfti að bera Eið Smára út af eftir ljóta tæklingu Morientes. Eiður gat þó haldið áfram, sem betur fer. Aðeins tíu mínútum síðar þurfti hins vegar Morientes sjálfur að fara af velli vegna meiðsla. Hann var ekki sá eini því áður en hálfleikurinn var liðinn var Messi farinn af velli vegna meiðsla. Giovanni dos Santos kom inn á í hans stað og mátti Ronaldinho sitja sem fastast á bekknum. Yfirburðir Börsunga héldu áfram í síðari hálfleik. Á 61. mínútu var komið að Eiði Smára. Skot Xavi fer af varnarmanni Valencia og Giovanni fékk boltann. Í stað þess að freista þess að skora sjálfur ákveður hann að legga fyrir Eið Smára sem skorar af öryggi. Þetta reyndust lokatölur leiksins en Eiður Smári lék allan leikinn í kvöld. Eftir mark Eiðs Smára kom Deco inn fyrir Yaya Toure og Bojan Krkic fékk nokkrar mínútur þar sem Frank Rijkaard ákvað að hvíla Samuel Eto’o eftir vel unnin störf í kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark í 3-0 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári var fremur óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Deco og Ronaldinho voru settir á bekkinn. Hann var fremstur á miðjunni, fyrir framan Toure og Xavi. Fremstur var Samuel Eto’o, Andrés Iniesta hægra megin og Lionel Messi vinstra megin. Eto’o skoraði fyrsta mark leiksins strax á tólftu mínútu eftir hafa leikið illa á varnarmenn Valencia. Börsungar voru með mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að leikmenn liðsins voru búnir að hrista af sér slyðruorðið sem hefur fylgt liðinu á útivelli á tímabilinu. Eto’o bætti við öðru marki á 26. mínútu eftir glæsilegan samleik við Xavi og Messi. Undir lok hálfleiksins þurfti að bera Eið Smára út af eftir ljóta tæklingu Morientes. Eiður gat þó haldið áfram, sem betur fer. Aðeins tíu mínútum síðar þurfti hins vegar Morientes sjálfur að fara af velli vegna meiðsla. Hann var ekki sá eini því áður en hálfleikurinn var liðinn var Messi farinn af velli vegna meiðsla. Giovanni dos Santos kom inn á í hans stað og mátti Ronaldinho sitja sem fastast á bekknum. Yfirburðir Börsunga héldu áfram í síðari hálfleik. Á 61. mínútu var komið að Eiði Smára. Skot Xavi fer af varnarmanni Valencia og Giovanni fékk boltann. Í stað þess að freista þess að skora sjálfur ákveður hann að legga fyrir Eið Smára sem skorar af öryggi. Þetta reyndust lokatölur leiksins en Eiður Smári lék allan leikinn í kvöld. Eftir mark Eiðs Smára kom Deco inn fyrir Yaya Toure og Bojan Krkic fékk nokkrar mínútur þar sem Frank Rijkaard ákvað að hvíla Samuel Eto’o eftir vel unnin störf í kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira