Félag um norska fósturvísa 27. febrúar 2008 06:00 Von á norskum frændsystkinum Hópur bænda hyggst stofna hlutafélag um innflutning á fósturvísum og sæði norska rauða kúakynsins. „Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hugmyndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúakyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostnaður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þolnari gagnvart sjúkdómum en íslenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfirdýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um innflutning á fósturvísum frá Noregi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúkdómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
„Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hugmyndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúakyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostnaður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þolnari gagnvart sjúkdómum en íslenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfirdýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um innflutning á fósturvísum frá Noregi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúkdómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira