Bankahólfið: Á skíðum 27. febrúar 2008 03:00 . Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl. Bankahólfið Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl.
Bankahólfið Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira