Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu 2. apríl 2008 18:26 Keppinautur gagnrýnir að eingöngu Hagar og Kaupás virðist fá lóðir undir verslanir í höfuðborginni. „Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh Markaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
„Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh
Markaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira