Banakahólfið: Miklar væntingar 9. apríl 2008 00:01 Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira