Hollendingar fagna Icesave 31. maí 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as
Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira