NBA: Lakers og Orlando áfram - Boston í vanda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 09:07 Það var hiti í kolunum í Atlanta í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3) NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3)
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira