Meistaraefnin taka á móti meisturunum 19. október 2008 15:49 Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson eru helsta ástæða þess að margir spá KR titlinum í vor. Í kvöld fá þeir meistara Keflavíkur í heimsókn Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður. Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður.
Dominos-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga