Bankarnir borga ekki í láni ríkisins 31. maí 2008 00:01 Árni M. Mathiesen mælti fyrir frumvarpi um heimild til lántöku ríkissjóðs. Hann segir engar áætlanir um aðkomu bankanna vegna kostnaðar við lán ríkisins. MYND/GVA Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira