Kjöraðstæður fyrir spillingu 7. desember 2008 14:18 Jón Steinsson lektor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu." Stím málið Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu."
Stím málið Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira